4 leiðir til að vinna með þína ómeðvituðu hlutdrægni


Takk fyrir alla póstana og pælingar sem komu greinilega upp hjá mörgum eftir að hafa lesið bloggið mitt ‘Stígum út úr kassanum, verum sú breyting sem við viljum sjá í samfélaginu’.

Eitt sem ég tek eftir er að sá hópur fólks sem er tilbúið að styrkja sig sem leiðtoga fer stækkandi. Þar kemur sterkt inn okkar ómeðvitaða hlutdrægni - eða unconscious biases eins og það er kallað á ensku.

Það gleður mitt markþjálfa hjarta að sjá og finna fyrir því að fleiri og fleiri eru komnir á þann stað í sínum leiðangri sem leiðtogar í sínu lífi að vilja skilja sjálfan sig betur, fleiri skilja að leiðangurinn í að verða betri, brattari og bjartari sem sitt leiðandi ljós er ekki eitthvað sem þú lærir og útskrifast svo. Nei þetta er langtíma vegferð.

Að verða meðvituð/aður um ómeðvituðu hlutdrægni er stærðarinnar skref í persónulegri þróun. 

En hvar er best að byrja? 

Hér eru nokkrir möguleikar á því hvernig fólk getur orðið meðvitaðara um sín ómeðvituðu hlutdrægni:

#1 Haltu dagbók:

Skrifaðu niður þegar þú upplifir ómeðvituða hlutdrægni hjá þér sjálfum/sjálfri.

Þarna kemur boxa-hugarfarið svo sterkt inní. Við erum alltaf, allan daginn meira og minna að setja okkur sjálf og aðra inní einhverja kassa.

Konur eru svona, karlar eru hinsegin, innflytjendur eru þetta, íslendingar eru hitt.
 - allt dæmi um box, búin til útfrá samfélagslegri skilyrðingu.

Við erum víruð, prógremmeruð til að gera þetta.  Við gerum þetta til að skilja heiminn, og er aðferð sem við þurfum til að verja okkur gegn einhverri ógn.  

Ábyrgðin og afleiðingin að setja okkur sjálf og aðra í kassa!

Á sama augnablikinu og þú setur annað fólk í fyrirfram samfélagslega skilyrta kassa ertu að setja sjálfan þig í annan kassa.

Með því að halda dagbók getur þú skoðað þína eigin hegðun betur. Skoðað hvernig þú bregst við, hvernig þú dæmir og hvernig það hefur áhrif á þig og aðra í umhverfin?  

Með því að vera meðvitaður um það sem er að gerast getur þú farið að endurskoða og breyta þínu hegðunarmynstri. Án þessara meðvitundar helduru áfram að gera hlutina nákvæmlega eins og þú gerðir í gær, fyrradag, og daginn þar áður. 

#2 Notaðu aðferðir til að styrkja meðvitundina:

Ákveðin aðferð eins og að hugsa yfir daginn áður en þú ferð að sofa eða að vera til staðar í núinu, geta hjálpað þér að vera meðvitaðari um þína tilfinningar og hegðun. Hugleiðsla kemur þarna einnig sterkt inn.

#3 Leitaðu aðstoðar:

Sérfræðingar, eins og leiðtogamarkþjálfar, NLP markþjálfar eða sálfræðingar ættu að getað hjálpað þér, aðstoðað þig við að skilja þína ómeðvituðu hlutdrægni.

Þau geta veitt þér tækifæri til að kanna meira um það hvernig þú vinnur og hvað þú getur gert til að bæta atferlið þitt og það á skemmri tíma en þú gætir haldið í fyrstu.

Ávinningurinn getur verið hreint út sagt magnaður fyrir þig. Um leið og þú skilur þig betur, gefur það þér tækifæri á að sjá annað fólk í kringum þig með öðru ljósi og við það opnast oft nýr heimur af tækifærum, samstarfi og tengingum. 

#4 Ræddu málið við aðra:

Ef þú efast um að þú sért að reyna að yfirvinna ómeðvituðu hlutdrægni þína, getur þú leitað til félaga eða vinna til að fá aðstoð.

Með því að ræða málið og hafa opna umræðu getur þú fengið nýjan sjónarhorn og hugmyndir um það hvernig þú getur yfirvunnið þína ómeðvituðu hlutdrægni.

Að verða meðvitaður um sín ómeðvituðu hlutdrægni virðist kannski í fyrstu vera rosalegt langhlaup. Sjálfri finnst mér þetta vera ferðalag.  

Stundin þegar þú ákveður að hefja ferðalagið opnast eitthvað glænýtt rými, þú ferð að finna og treysta á þitt innsæi og það styrkir þig ennfremur í samskiptum við sjálfan þig og aðra í kringum þig. Sú vegferð styrkir þitt persónulega vörumerki og gefur þér tækifæri á að vera sú breyting sem þú vilt sjá í kringum þig.


Rúna Magnúsdóttir, leiðtogamarkþjálfi, fyrirlesari og mentor. Meðstofnandi No More Boxes vitundarvakningarinnar og aðferðafræðinnar.

Um greinarhöfund:
Rúna Magnúsdóttir, út-úr-boxinu leiðtogamarkþjálfi og fyrirlesari. Markaðs og kynningastjóri SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu.
Hún er höfundur bókanna: Branding Your X-Factor og The Story of Boxes, The Good, The Bad and The Ugly, og meðstofnandi No More Boxes vitundarvakningarinnar og aðferðafræði.

Rúna vinnur með stjórnendum, leiðtogum, frumkvöðlum sem stjórnmálafólki að því að verða betri, brattari og bjartari sem sitt leiðandi ljós.

Smelltu hér til að hafa samband við Rúnu.

Previous
Previous

Hugrekkið að vera þú sjálf/ur

Next
Next

Stígum út úr kassanum: Verum sú hvetjandi breyting sem samfélagið þarf