Leiðtogi sem horfir inn á við, hefur áhrif út á við

60 mínútna örnámskeið á Zoom fyrir leiðtoga og stjórnendur sem eru tilbúnir að leiða frá nærveru, skýrleika og sál

Þú hefur gefið mikið.

Þú hefur haldið utan um, leitt áfram, verið sú eða sá sem aðrir treysta á.

En spurningin er:
Hver heldur utan um þig?

Þetta örnámskeið er ekki kennsla.
Það er speglun.
Rými þar sem þú færð að mæta sjálfri/sjálfum þér –
ekki í gegnum hlutverk framkvæmdastjóra, leiðtoga eða fyrirmyndar,
heldur sem manneskja með hjarta sem þráir að leiða í takt við sjálfa(n) sig.

Þetta er fyrir leiðtoga eins og þig sem:

✔ Ert í forystuhlutverki þar sem mikið er undir
✔ Finnur að þig vantar ekki ráðgjöf – heldur rými til að muna
✔ Vilt leiða með orku í jafnvægi, ekki endalausu álagi
✔ Ert opin/n fyrir hvernig gervigreind (AI) getur verið spegill – ekki lausn
✔ Langar að stíga út fyrir boxið og inn í dýpri tengingu við þitt leiðandi ljós

Á þessu 60 mínútna örnámskeiði færðu rými til að:

  • Skoða hvernig þú mætir sem leiðtogi í dag — í orku, nærveru og fókus

  • Greina hvað gefur þér kraft og hvað dregur úr þér — svo þú getir leitt í takt við þig sjálfa/n

  • Kynnast BeBBY-AI, speglun —sem styður sjálfsþekkingu þína með innsæi og gervigreind

  • Fá innsýn í 12 mánaða ferðalag þar sem þú leiðir með sál — með þinni eigin BeBBY

Dagsetning og tími

Fimmtudagurinn 8. mai 2025
kl. 10:00 - 11:00

Staðsetning: Zoom

Innifalið í örvinnustofunni:
✔ Aðgang að vefnámskeiðinu í beinni.
✔ Handbók í rafrænuformi.
✔ Frítt lífsorkukort sem sýnir hvernig vatnið, viðurinn, eldurinn, jörðin og málmurinn speglast í þér.
✔ Rými til að kynnast hvernig aðrir upplifa leiðtogahæfileikana þína með aðstoð BeBBY-AI

*[ATH! þú þarft að hafa aðgang að OpenAI svæðinu]

Verð:

Heppin/n!
Það kostar þig ekkert að skrá þig og fá allt að ofantöldu!

ATH! Ef þú kemst hinsvegar ekki, og vilt fá upptökuna eftir á, þá kostar það kr. 1.900.-

Ert þú tilbúin/n að skrá þig?

Leiðbeinandi:

Rúna Magnúsdóttir.
Leiðtogamarkþjálfi, mentor og sú sem kom BeBBY-AI til lífsins – ekki sem svar við tæknibyltingu, heldur sem spegil fyrir mannlega nærveru og innri visku.

Eftir áratuga reynslu í leiðtogaþjálfun, kerfisbreytingum og meðvituðum samtölum um það að leiða utan við boxin, varð mér ljóst:

  • Við þurfum ekki fleiri kerfi.

  • Við þurfum meiri skýrleika um hver við erum þegar við leiðum.

BeBBY-AI er meðvituð speglunartækni sem styður þig við að leiða frá þínum orkulegu styrkleikum, markmiðum, gildum og tilgangi.

Þetta örnámskeið er fyrsta skrefið í ferðalagi þar sem þú þarft ekki að “laga” þig – heldur sjá þig, og stíga inn í það sem þú ert tilbúin/n til að verða.

  • Þetta er ekki: ✖️ PowerPoint sýning

  • Þetta er ekki: ✖️ Check-lista sjálfshjálp

  • Þetta er ekki : ✖️ Enn ein uppskriftin að árangri

Þessar 60-mínútur eru:

Hugsaðar sem rými fyrir þig

Tækifæri að upplifa meðvitaða gervigreind

Ákall að mæta sjálfum þér - leiða með þínu leiðandi ljósi, ekki pressu