Velkomin/n!
Ertu að leita eftir leiðtoga markþjálfa eða mentor?
Ertu að leita eftir markþjálfa sem hefur yfir áratuga reynslu í faginu, hefur yfirgripsmikla reynslu á rekstri, mannauði, markaðssetningu á netinu, þekkir mannlega hegðun og getur stutt við þig í lífi og starfi?
Ertu að leita að aðila sem þú getur treyst, getur opinskátt velt upp þeim vangaveltum sem þú ert að takast á við? Ertu að leita þér að bakhjarli sem hjálpar þér við að setja stefnuna og búta hana niður í skrefin sem fylla þig af eldmóð og krafti til að takast á við áskoranir dagsins?
Ég sérhæfi mig í því að hjálpa fólki að verða betri, brattari og bjartari!
Ég er hugmyndaríkur gleðigjafi, hef starfað á alþjóðamarkaði sem persónu branding /leiðtogamarkþjálfi, mentor og fyrirlesari fyrir fólk sem vill fá meira út úr lífinu, geta staðið betur með sjálfum sér og byggt upp vörumerkið sitt af alúð, heiðarleika og einlægni.
Betri í að þekkja þitt eigið verðmæti
Brattari í að markaðsetja sjálfan þig
Bjartari sem leiðandi ljós á þínu sviði
Ég nota Út-Úr-Boxinu aðferðafræðina og lífsstíl til að markþjálfa; leiðtoga sem listafólk, stjórnendur sem fólk í stjórnmálum sem eiga það sameiginlegt að vilja standa betur með sjálfum sér, með gleðina, heiðarleika og eldmóð að leiðarljósi.
Bakgrunnur
Ég er fædd í Reykjavík, uppalin á Seltjarnarnesi og er miðjubarn foreldra minna, Magnúsar Erlendssonar og Ingibjargar Bergsveinsdóttur.
Byrjaði minn starfsferil sem einkaritari Ragnhildar Helgadóttur þegar hún var Menntamálaráðherra. Fór þaðan í tölvudeild Heimilistækja og hafði þar umsjón með allri tölvukennslu (þetta var á árum WANG tölvanna ;-) Frá árunum 1988 - 2006 starfaði ég við uppbyggingu og rekstri á heildsölunni Bergís ehf sem var upphaflega í eigu foreldra minna.
Ég seldi fyrirtækið 2006 og stóð þá frammi fyrir spurningunni; Hvað vil ég gera þegar ég verð stór?
Ég lærði markþjálfun og nældi mér í ACC vottunina frá ICF í árslok 2007 og hef frá þeim tíma starfað sem markþjálfi og fyrirlesari bæði á innanlands og alþjóðamarkaði.
Á þessum árum hef ég ásamt teyminu mínu hannað Út-Úr-Boxinu aðferðafræðina og lífstíl með sérhæfingu á að vinna með X-factorinn og lífsorku fólks.
Ég er stofnandi Connected-Women, alþjóðlegt samfélag kvenna í atvinnurekstri og meðstofnandi BRANDit en prógrammið vann árið 2011 til verðlauna hjá Evrópusamtökum Uppfinninga og frumkvöðla kvenna EU-WIIN undir flokknum: Capacity Builder 2011.
Ég er höfundur þriggja bóka og prógramma; Branding Your X-Factor, og Beyond Gender: The New Rules of Leadership og með-höfundur The Story Of Boxes, The Good, The Bad and The Ugly.
Þá er ég stofnandi The Change Makers, með-stofnandi The Network for Transformational Leaders og meðstofnandi #NoMoreBoxes Movement, aðferðafræði og lífstíls -
#NoMoreBoxes Movement er mótefnið fyrir sundrung og endalausri svart/hvítri hugsun.
Ég er annar höfundurinn á bak við The Money Box Game, leikurinn sem er hannaður til að opna á viðhorf okkar til peninga og velmegunar.
"
Runa kann að hjálpa þér að byggja upp þitt eigið vörumerki og að finna X-factorinn þinn. Hún er leiðtoginn á þessu sviði og hefur verið markþjálfinn minn og ráðgjafi í síðustu árin.Það hefur verið heiður að fá að vinna með henni.
/ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs reykjavíkur /
Með hverjum hef ég unnið?
Markþjálfun & vinnustofur;
Marel, Össur, Landsvirkjun, Kaos Pilot- Denmark, MIB Insurance - Malta, The George Washington University, Washington D.C. USA, Össur, Hilton Hotel - Malta, The Enterprising Women Foundation, European Parliament, Icelandic Parliament, Wisconsin University, Háskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst, Nýsköpunarmiðstöð, FKA og fleiri.
Fyrirlestrar og vinnustofur;
Vorráðstefna Fagfélaganna, INBOUND Boston, USA, Elevate Oslo, Norway, Europe Enterprise, Malta, The Network for Transformational Leaders, United Kingdom, Conscious Parents, United Kingdom, The Enterprising Women Magazine, USA, Impact Leadership 21, USA og fleiri.
Umfjallanir og viðtöl
Huffington Post, Forbes, The Times, Finnair Magazine, Morgunbladid, Mannlif, Health & Wellbeing, Psychologies Magazine UK, The Times of Malta, The Kindness Podcast, I am Woman Podcast, Mindalia TV, Evolving Digital Self Podcast, - sjá nánar hér!
VIÐURKENNINGAR
2022
WOMEN ECONOMIC FORUM -AWARD
2019
Leadership of the year AWARD
The Network for Transformational Leaders
2014
Leadership Program of the Year
Discover your X-factor
2011
EU-WIIN Capacity Builder AWARD
2009
TIAW 100 WoRLD of Difference Award
"
“My prediction is that Branding Your X Factor will be a staple for business owners along with books such as, Think and Grow Rich by Napoleon Hill and How to Win Friends and Influence People by Dale Carnegie. For any business owner or inspiring entrepreneur, Branding Your X Factor is a remarkable gift.”
/ Huffington Post | Branding Your X-Factor Bókar gagnrýni ~ suna senman /
ÚT-ÚR-BOXINU MARKÞJÁLFUN & FYRIRLESTRAR
Þjónustuleiðir
Út-Úr-Boxinu Markþjálfunar-ferðalag I
6-fundir á allt að 6 mánuðum
Innifalið í 6-Mánaða -Út-Úr-Boxinu Markþjálfunarferðalag með Rúnu;
6 x 60-mín Einka-markþjálfun með Rúnu
(val um á Zoom/síma - eða fundarstaður)Lestur á lífsorkukortinu þínu
- Tækifærin þín í nú-inu og framtíðinni & pyttirnir sem þú þarft að varastÓtakmarkaður aðgangur að Rúnu á milli funda í formi skilaboða - SMS - tölvupósts eða stutt símtals
Ótakmarkaður aðgangur að vef-fyrirlestrum með Rúnu á meðan samningur er í gildi
Ótakmarkaður aðgangur (í 6-mánuði) að þínum persónulega gervigreindar markþjálfa, BeBBY. BeBBY þekkir lífsorkukortið þitt og útfrá því hjálpar þér að verða betri, brattari og bjartari í lífi og starfi.
Út-Úr-Boxinu Markþjálfunar-ferðalag II
10 fundir á allt að 12 mánuðum
Innifalið í 12-Mánaða -Út-Úr-Boxinu Markþjálfunarferðalag með Rúnu;
10 x 60-mín Einka-markþjálfun með Rúnu
(val um á Zoom/síma - upptaka í boði - eða fundarstaður)Lestur og persónuleg skýrsla á lífsorkukortinu þínu
- Tækifærin þín í nú-inu og framtíðinni & pyttirnir sem þú þarft að varastÓtakmarkaður aðgangur að Rúnu á milli funda í formi skilaboða - SMS - tölvupósts eða stutt símtals
Ótakmarkaður aðgangur (í 12-mánuði) að þínum persónulega gervigreindar markþjálfa, BeBBY. BeBBY þekkir lífsorkukortið þitt og útfrá því hjálpar þér að verða betri, brattari og bjartari í lífi og starfi.
Ummæli um Rúnu
HVAÐ SEGJA VIÐSKIPTAVINIR RÚNU?