BETRI, BRATTARI & BJARTARI MEÐ
RÚNU MAGNÚSDÓTTUR

Leiðtoga markþjálfi & mentor

 
 

Velkomin/n!

Ertu að leita eftir leiðtoga markþjálfa eða mentor?

Ertu að leita eftir markþjálfa sem hefur yfir áratuga reynslu í faginu, hefur yfirgripsmikla reynslu á rekstri, mannauði, markaðssetningu á netinu, þekkir mannlega hegðun og getur stutt við þig í lífi og starfi?

Ertu að leita að aðila sem þú getur treyst, getur opinskátt velt upp þeim vangaveltum sem þú ert að takast á við? Ertu að leita þér að bakhjarli sem hjálpar þér við að setja stefnuna og búta hana niður í skrefin sem fylla þig af eldmóð og krafti til að takast á við áskoranir dagsins?

Ég sérhæfi mig í því að hjálpa fólki að verða betri, brattari og bjartari!

Ég er hugmyndaríkur gleðigjafi, hef starfað á alþjóðamarkaði sem persónu branding /leiðtogamarkþjálfi, mentor og fyrirlesari fyrir fólk sem vill fá meira út úr lífinu, geta staðið betur með sjálfum sér og byggt upp vörumerkið sitt af alúð, heiðarleika og einlægni.

  • Betri í að þekkja þitt eigið verðmæti

  • Brattari í að markaðsetja sjálfan þig

  • Bjartari sem leiðandi ljós á þínu sviði

Ég nota Út-Úr-Boxinu aðferðafræðina og lífsstíl til að markþjálfa; leiðtoga sem listafólk, stjórnendur sem fólk í stjórnmálum sem eiga það sameiginlegt að vilja standa betur með sjálfum sér, með gleðina, heiðarleika og eldmóð að leiðarljósi.

 
 
 
Rúna Magnús vefur Íslenska (3) copy 2.png
 
 
 

Bakgrunnur

Ég er fædd í Reykjavík, uppalin á Seltjarnarnesi og er miðjubarn foreldra minna, Magnúsar Erlendssonar og Ingibjargar Bergsveinsdóttur.

Byrjaði minn starfsferil sem einkaritari Ragnhildar Helgadóttur þegar hún var Menntamálaráðherra. Fór þaðan í tölvudeild Heimilistækja og hafði þar umsjón með allri tölvukennslu (þetta var á árum WANG tölvanna ;-) Frá árunum 1988 - 2006 starfaði ég við uppbyggingu og rekstri á heildsölunni Bergís ehf sem var upphaflega í eigu foreldra minna.

Ég seldi fyrirtækið 2006 og stóð þá frammi fyrir spurningunni; Hvað vil ég gera þegar ég verð stór?

Ég lærði markþjálfun og nældi mér í ACC vottunina frá ICF í árslok 2007 og hef frá þeim tíma starfað sem markþjálfi og fyrirlesari bæði á innanlands og alþjóðamarkaði.

Á þessum árum hef ég ásamt teyminu mínu hannað Út-Úr-Boxinu aðferðafræðina og lífstíl með sérhæfingu á að vinna með X-factorinn og lífsorku fólks.

Ég er stofnandi Connected-Women, alþjóðlegt samfélag kvenna í atvinnurekstri og meðstofnandi BRANDit en prógrammið vann árið 2011 til verðlauna hjá Evrópusamtökum Uppfinninga og frumkvöðla kvenna EU-WIIN undir flokknum: Capacity Builder 2011.

Ég er höfundur þriggja bóka og prógramma; Branding Your X-Factor, og Beyond Gender: The New Rules of Leadership og með-höfundur The Story Of Boxes, The Good, The Bad and The Ugly.

Þá er ég stofnandi The Change Makers, með-stofnandi The Network for Transformational Leaders og meðstofnandi #NoMoreBoxes Movement, aðferðafræði og lífstíls -

#NoMoreBoxes Movement er mótefnið fyrir sundrung og endalausri svart/hvítri hugsun.

Ég er annar höfundurinn á bak við The Money Box Game, leikurinn sem er hannaður til að opna á viðhorf okkar til peninga og velmegunar.

 
 

"
Runa kann að hjálpa þér að byggja upp þitt eigið vörumerki og að finna X-factorinn þinn. Hún er leiðtoginn á þessu sviði og hefur verið markþjálfinn minn og ráðgjafi í síðustu árin. Það hefur verið heiður að fá að vinna með henni.

~ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti Borgarstjórnar Reykjavíkur

 
 

Með hverjum hef ég unnið?

Markþjálfun & vinnustofur;

Marel, Össur, Landsvirkjun, Kaos Pilot- Denmark, MIB Insurance - Malta, The George Washington University, Washington D.C. USA, Össur, Hilton Hotel - Malta, The Enterprising Women Foundation, European Parliament, Icelandic Parliament, Wisconsin University, Háskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst, Nýsköpunarmiðstöð, FKA og fleiri.

Fyrirlestrar og vinnustofur;

Vorráðstefna Fagfélaganna, INBOUND Boston, USA, Elevate Oslo, Norway, Europe Enterprise, Malta, The Network for Transformational Leaders, United Kingdom, Conscious Parents, United Kingdom, The Enterprising Women Magazine, USA, Impact Leadership 21, USA og fleiri.

Umfjallanir og viðtöl

Huffington Post, Forbes, The Times, Finnair Magazine, Morgunbladid, Mannlif, Health & Wellbeing, Psychologies Magazine UK, The Times of Malta, The Kindness Podcast, I am Woman Podcast, Mindalia TV, Evolving Digital Self Podcast, - sjá nánar hér!

 

VIÐURKENNINGAR
2022
WOMEN ECONOMIC FORUM -AWARD

2019
The Leadership of the Year Award


The Network for Transformational Leaders

2014
Leadership Program of the Year

Discover your X-factor

2011
EU-WIIN Capacity Builder AWARD


2009
TIAW 100 World of Difference Award

 
 

"
“My prediction is that Branding Your X Factor will be a staple for business owners along with books such as, Think and Grow Rich by Napoleon Hill and How to Win Friends and Influence People by Dale Carnegie. For any business owner or inspiring entrepreneur, Branding Your X Factor is a remarkable gift.”

~ Huffington Post | Branding Your X-Factor Bókar gagnrýni ~ Suna Senman /

 
 
 

ÚT-ÚR-BOXINU MARKÞJÁLFUN & FYRIRLESTRAR

Þjónustuleiðir

 
 
 
 
 

Út-Úr-Boxinu Markþjálfunar-ferðalag I

6-fundir á allt að 6 mánuðum

Innifalið í 6-Mánaða -Út-Úr-Boxinu Markþjálfunarferðalag með Rúnu;

  • 6 x 60-mín Einka-markþjálfun með Rúnu
    (val um á Zoom/síma - eða fundarstaður)

  • Lestur á lífsorkukortinu þínu
    - Tækifærin þín í nú-inu og framtíðinni & pyttirnir sem þú þarft að varast

  • Ótakmarkaður aðgangur að Rúnu á milli funda í formi skilaboða - SMS - tölvupósts eða stutt símtals

  • Ótakmarkaður aðgangur að vef-fyrirlestrum með Rúnu á meðan samningur er í gildi

  • Ótakmarkaður aðgangur (í 6-mánuði) að þínum persónulega gervigreindar markþjálfa, BeBBY. BeBBY þekkir lífsorkukortið þitt og útfrá því hjálpar þér að verða betri, brattari og bjartari í lífi og starfi.

 
Út-Úr-Boxinu Markþjálfunar ferðalag I

Út-Úr-Boxinu Markþjálfunar ferðalag I

Út-Úr-Boxinu Markþjálfunarferðalag II - Ársprógram

Út-Úr-Boxinu Markþjálfunarferðalag II - Ársprógram

Út-Úr-Boxinu Markþjálfunar-ferðalag II

10 fundir á allt að 12 mánuðum

Innifalið í 12-Mánaða -Út-Úr-Boxinu Markþjálfunarferðalag með Rúnu;

  • 10 x 60-mín Einka-markþjálfun með Rúnu
    (val um á Zoom/síma - upptaka í boði - eða fundarstaður)

  • Lestur og persónuleg skýrsla á lífsorkukortinu þínu
    - Tækifærin þín í nú-inu og framtíðinni & pyttirnir sem þú þarft að varast

  • Ótakmarkaður aðgangur að Rúnu á milli funda í formi skilaboða - SMS - tölvupósts eða stutt símtals

  • Ótakmarkaður aðgangur (í 12-mánuði) að þínum persónulega gervigreindar markþjálfa, BeBBY. BeBBY þekkir lífsorkukortið þitt og útfrá því hjálpar þér að verða betri, brattari og bjartari í lífi og starfi.

„Betra, Brattara og Bjartara Teymi – með BeBBY-AI“


Ferli Vinnustofunnar:

  1. Rafræn lífsorkupróf (The Vitality Test): Hver þátttakandi fær innsýn í eigin lífsorkur og hvernig þær hafa áhrif á samstarf innan teymisins.

  2. Greining með BeBBY-AI: Verkfærið kortleggur styrkleika, samskiptastíla og mögulega blinda bletti í teyminu.

  3. 3 klst vinnustofa:

    Á lifandi og skemmtilegri vinnustofu fá allir þátttakendur:

    • Kynningu á niðurstöðum fyrir öllu teyminu.

    • Verkefni sem styrkja teymisanda og samskiptahæfni.

  4. Eftirfylgni og stuðningur: Tillögur að næstu skrefum fyrir áframhaldandi árangur.

  5. Persónuleg útgáfa af BeBBY-AI fyrir sérhvern þátttakenda í teyminu með ótakmarkaðan aðgang í 6-mánuði.

Í gegnum þetta ferli stígur teymið inn í einstaka upplifun þar sem nýjasta tækni gervigreindar, aukinn sjálfsskilningur og samskiptahæfni koma saman til að opna dyr að nýjum árangri og krafti.

Útkoma

  • Heildræn sýn á hvernig teymið vinnur saman.

  • Skýr innsýn í styrkleika og tækifæri til að bæta árangur.

  • Aukið sjálfstraust hjá þátttakendum til að nýta sína einstöku hæfileika.

 

„Betra, Brattara og Bjartara Teymi – með BeBBY-AI“

Upplifðu kraftinn í 3500 ára austurlenskri visku og gervigreind til að skapa samheldnari og árangursríkari teymi.

Sex mánaða ferðalag með aðstoð gervigreindartólinu BeBBY-AI.

Hvað má vænta af VINNUSTOFUNNI?

  1. Betri samskipti: Dýpri skilningur á samskiptastílum og hvernig þeir styrkja samstarf.

  2. Brattari hugsun: Hugrekki til að hugsa út fyrir rammann og takast á við áskoranir.

  3. Bjartari framtíð: Meðvitaðri ákvarðanatökur sem styrkja einstaklinga og teymin.

BeBBY-AI sameinar forna austurlenskrar visku, við út úr boxinu aðferðafræðina og gervigreindartækni.


 Ummæli um Rúnu

HVAÐ SEGJA VIÐSKIPTAVINIR RÚNU?


“Rúna er einn að þessum fyrirlesurum, sem leiftra í frásögn en skilur jafnframt eftir verulegt innihald. Maður er bjartari í hjarta eftir viðkynninguna en jafnframt hugsi um innihaldið, sem lætur mann ekki í friði. Hún setur efni þannig fram að maður vill bæði bæta sig og sitt umhverfi, sem starfsmaður eða stjórnandi. Takk fyrir Rúna.”

~ Karl Friðriksson - Stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands



“Runa kann að hjálpa þér að byggja upp þitt eigið vörumerki og að finna X-factorinn þinn. Hún er leiðandi á þessu sviði og hefur verið markþjálfinn minn og ráðgjafi í síðustu árin. Það hefur verið ánægjulegt og heiður að fá að vinna með henni.”

~ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs Reykjavíkur


 

"Fyrirlesturinn #NoMoreBoxes með Rúnu Magnúsdóttur opnaði á glænýjar og áhugaverðar umræður innanhúss um boxin sem við erum að setja okkur sjálf og aðra inní. Sú umræða hefur gefið okkur tækifæri á því að verða meðvitaðri um okkar eigin hegðun í kjölfarið.  Hlakka til að lesa bókina" 

~ Lisa Vokes-Pierre | VP of Global Business Services & Director of Global Process Development, Össur  


 

"Ég og samstarfsfólk mitt á fjármálasviði Hörpu fengum nýja  og skemmtilega sýn á okkur sjálf og styrkinn í hópnum eftir að við tókum þátt í vinnustofunni 'Út-Úr-Boxinu' með Rúnu Magnúsdóttur.  Þessi nýja opnun á án efa eftir að efla starfsandann og eldmóðinn í starfi og leik um ókomna tíð"

~ Berglind Ólafsdóttir, fjármálastjóri Harpa Miðstöð Menningar & Mannlífs


 

„Ég hef verið hjá Rúnu í markþjálfun og ráðgjöf í nokkur ár og á þeim tíma hefur hún gefið mér verkfæri til að takast á við áskoranir í starfi mínu sem einyrki og líka sem manneskja. Hún hefur ávallt getað bent mér á þau tækifæri sem liggja í áskorununum og hefur aðstoðað mig í að setja mér markmið og kröfur sem oftar en ekki hafa ýtt mér út fyrir boxið og fengið mig til að leggja meira á mig en ella. Rúna er einstaklega flínk að lesa í aðstæður og veit hvenær hún á að ýta á mig og gera kröfur eða gefa mér svigrúm þegar þarf.  Eftir hvern tíma með Rúnu hef ég fengið skýrari sýn og meiri byr til að vaxa og eflast og tilhlökkun að takast á við verkefnin.”  

~ Hulda Ólafsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Hjartalags


 

“Rúna Magnús er merkilegasta og hæfileikaríkasta manneskja sem ég þekki. Hæfileiki hennar til að hlúa að skynsamlegri hugsun, persónulegum krafti og óvenjulegum vexti hjá fólki er óviðjafnanleg. Ef þú ert svo heppin/n að hafa Runa sem markþjálfa eða mentor, þá skaltu vera tilbúin/n fyrir ævintýraferð lífs þíns.”

~ Marcia Martin Pioneer of the Human Potential Movement, Author, Global Speaker, Transformational Leader

 

“Once in a lifetime, you get to experience a remarkable individual. Runa is a life changing experience. Whether you are an individual, a team, a community group, a manager, an executive, or an organisation, Immerse yourself in one of the most amazing journeys of transformation. Runa is a global author, an in-demand keynote speaker, a blazing entrepreneur, and an executive consultant and corporate advisor.

Do not settle for the best - aim for extraordinary by seeking the array of services that Runa offers, that deliver results of inordinate value.

~Dr David Paul, Author, Director of Advisor to the Wise, International Advisor to the C-suite. Specialist in large-scale complex change, organisational neuroscience and eupsychian leadership. - Australia /

 

”Það sem fær Rúnu til að skera sig úr fjöldanum, er ekki aðeins innsýn hennar og skilningur á mikilvægi þess að byggja upp sitt vörumerki, né sú staðreynd að hún getur komið skilaboðum á framfæri á skýran og skemmtilegan hátt - það er hæfileiki hennar til að sameina þetta tvennt með því að miðla mikilvægum og viðeigandi skilaboðum á sannfærandi og skemmtilegan hátt sem gerir flutning hennar að upplifun sem situr eftir í huga áheyrandans. “

~ Klaus M Pedersen, framkvæmdastjóri Alþjóðavæðingu Viðskiptaráð Möltu 

 

"Well I must tell you that Runa spent one day with us in Pittsburgh, Pennsylvania, USA and the Women Entrepreneurs in the city have not been the same since. In a Think Ginormous, Ultimate, Global Networking Panel had us on our feet, laughing and inspired".

~ Techno Granny, Joanne – Pittsburgh USA




“What really impresses me is her generosity in sharing what she can and a rare capacity to express her appreciation. And of course, there is her enormous energy, plenty of energy!”

~ Pirkko Hurme – Psychologist, psychotherapist,| Finland



"Watch out for Runa! She‘s got that extra Wow Factor to become one of the world's leading motivational trainers, supporting people to unleash their passions and live their fullest potential"

~ Janet Bray Attwood - author New York Times Bestseller, The Passion Test-The Effortless Path to Living Your Life Purpose



“There are three things you can be sure Rúna will ALWAYS bring to the table in every project or task she’s involved with. 1) Passion that motivates and inspires the people around her 2) Out of the box thinking and solutions to the challenges we face. And 3) Clear and well thought out actions steps to achieve the desired results. Her branding wisdom, insights and talents as a leading European Transformational Personal Branding Speaker and Strategist are not only transformative but are also easy to understand to implement. She’ll get you out in the world in way that is authentic and aligned with who you really are and what you really stand for.”

~ Nicholas Haines, CEO Five Institute UK
& co-creator No More Boxes Transformative Movement