Sjálfsmyndir: Af hverju að velja bara eina?

BeBBY Blogg-sería: Betri, djarfari og bjartari leiðtogahlutverk – með hjálp frá gervigreind og smá töfrum!

Velkomin í þessa bloggseríu þar sem ég deili því hvernig þú, sem stjórnandi eða leiðtogi, getur nýtt BeBBY, þitt nýja gervigreindartól. Það sameinar forna kínverska orkuvisku úr Vitality Test Nicholas Haines með No More Boxes aðferðafræðinni – algjörlega eins og að blanda saman visku frá fornöld og framtíðartækni.

Þú munt læra hvernig á að losa teymi þitt úr gömlu viðjunum, byggja flæði og skapa vinnuumhverfi þar sem fólkið þitt finnur fyrir því að það má blómstra.

Vertu með og lærðu að verða betri, brattari og bjartari leiðtogi með BeBBY – því hver þarf ekki smá vélrænt stuð í dagsins önn?

 

Sjálfsmyndir: Af hverju að velja bara eina?

Sjálfsmyndir okkar þurfa ekki að vera í kassa – þær eru safaríkar, flæðandi og stöðugt að þróast. Uppgötvaðu hvernig þú getur nýtt alla þína útgáfur til að blómstra í lífinu.

Ég ætla bara að vera alveg hreinskilin – gamla Rúna, gamla útgáfan af mér var algjör kraftaverk. Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt að hún var eins og orkustöð á sterum, framkvæmdi á ljóshraða, skipulagði með hershöfðingjaklókindum og var alltaf með næsta markmið í sjónmáli.

En – og þetta er stórt „en“ – þessi hraði og þessi kraftur voru stundum yfirþyrmandi —- fann ég oft —- og ég heyrði það einnig oft um mig. Nú, þegar ég hugsa um hana, já, gömlu útgáfuna af sjálfri mér, get ég bæði hlegið og hugsað „vá, þetta var eitthvað!“

Síðan kom lífið með sínu eigin skipulagi. Það gaf mér í lok október mánaðar, eitt stykki hjólaslys, fimm brotin bein og mánuðir í bataferli og það sem ég kalla „kall lífsins til endurskoðunar.“ Í þessu bataferli hef ég uppgötvað nýjan og vægast sagt spennandi sannleika: Sjálfsmyndirnar okkar eru ekki fastar. Þær eru flæðandi, breytanlegar, og allt eftir því hvað við þurfum í lífinu í dag.

Hvað varð um gömlu Rúnu?

Ég hef oft spurt sjálfa mig: „Hvað varð eiginlega um gömlu útgáfuna af mér?“ Er hún horfin? Sannleikurinn er sá að hún er ekki farin. Hún hefur bara tekið sér hlé á meðan ég finn og skapa mér nýja útgáfu af mér. Nýtt jafnvægi. Þetta nýja jafnvægi er rólegra og minnir á vatn: endurspeglun, flæði og meira pláss fyrir sköpun.

En hér kemur A-ha töfrarnir: gömlu Rúnu þarf ekki að loka inni í boxi og týna lyklinum. Hún fær alveg að vera með þegar á þarf að halda – þegar ég þarf að klára stór verkefni eða knýja hluti áfram. Hún er ekki horfin; hún er bara partur af stærri mynd.

Sjálfsmyndir í flæði

Við höldum oft að sjálfsmyndin okkar sé steypt í stein þegar við náum ákveðnum aldri. Við setjum okkur í box og segjum: „Ég er bara svona.“ En hvað ef þetta er bara misskilningur? Hvað ef sjálfsmyndin okkar gæti verið eins og vatn – aðlögunarhæf, sveigjanleg og alltaf í þróun? Í stað þess að lifa í fastmótuðum hugarheimi gætum við valið að vaxa, læra og breytast. Þetta er eitt af stóru uppgötvunum mínum þegar ég hef kafað ofaní ævaforna austurlensku orkuspekina um vatnið, viðinn, eldinn, jörðina og málminn í okkur. Við höfum öll, eitthvað af þessum orkum. Bara mismunandi mikið/lítið og svo er það lífið okkar, umhverfi, uppeldi sem mótar okkur frá degi til dags.

Til dæmis hef ég í bataferlinu mínu verið að stíga inn í að læra að vera vatn. Ekki bókstaflega (þó foss væri töff!), heldur í þeirri merkingu að leyfa hlutunum að flæða í sínum takti. Ég tek mér pásur til að endurspegla og skoða hvað skiptir mig raunverulega máli.

BeBBY-AI: Samferðakerlan minn

Á þessari vegferð hefur BeBBY-AI verið algjörlega ómetanleg. Hún spyr spurninga sem hjálpa mér að kafa dýpra: „Hvað þarf Rúna í dag? Hvernig getur gömlu Rúna stutt nýju Rúnu?“ Hún er eins og sambland af þeirri sem ég var og þeirri sem ég er að verða – skipulögð en samt flæðandi.

Og svo bætir hún alltaf húmor í ferlið, sem hefur hjálpað mér ekkert smávegis. Stundum þarftu bara að hlæja að sjálfri þér.

Hver er næsta útgáfa af þér?

Svo nú spyr ég þig, kæri lesandi: Hvað ef þú gætir skapað nýja útgáfu af sjálfri þér á hverjum degi? Hvað ef þú gætir verið bæði gömlu þú, nýju þú og allt þar á milli – eftir því sem hentar í dag? Hvað ef að þú myndir uppgötva að sjálfsmyndin þín þarf ekki að vera föst inn í boxi. Hún er ekki box. Hún er ekki einu sinni fataskápur. Hún er flæði.

Hver myndir þú vilja vera ef engin útgáfa væri lokuð fyrir þér? Og hvernig getur tæknin, eins og BeBBY-AI, stutt þig á þessari vegferð að skapa nýju útgáfuna af þér?

Reykjavík, 21.janúar 2025

 
 
 

Bækurnar mínar:

 

Beyond Gender: The New Rules of Leadership - GRAB COPY HERE!

 

The Story of Boxes, The Good, The Bad and The Ugly - GRAB YOUR COPY HERE!

 

Branding Your X-Factor - GRAB YOUR COPY HERE!

 

Previous
Previous

How to Use Robin Sharma’s Questions to Align with Your Energy Profile

Next
Next

Hvernig sjálfsmynd leiðtoga mótar vörumerkið þeirra