Hvernig sjálfsmynd leiðtoga mótar vörumerkið þeirra

BeBBY Blogg-sería: Betri, djarfari og bjartari leiðtogahlutverk – með hjálp frá gervigreind og smá töfrum!

Velkomin í þessa bloggseríu þar sem ég deili því hvernig þú, sem stjórnandi eða leiðtogi, getur nýtt BeBBY, þitt nýja gervigreindartól. Það sameinar forna kínverska orkuvisku úr Vitality Test Nicholas Haines með No More Boxes aðferðafræðinni – algjörlega eins og að blanda saman visku frá fornöld og framtíðartækni.

Þú munt læra hvernig á að losa teymi þitt úr gömlu viðjunum, byggja flæði og skapa vinnuumhverfi þar sem fólkið þitt finnur fyrir því að það má blómstra.

Vertu með og lærðu að verða betri, brattari og bjartari leiðtogi með BeBBY – því hver þarf ekki smá vélrænt stuð í dagsins önn?

 

Ertu að leika leikrit eða sýna þinn sanna kjarna?

Sjálfsmyndin mótar vörumerkið okkar

Á nýju ári, með ferskri byrjun og von um nýja tíma, heyrðum við nýársávörp frá glænýjum leiðtogum landsins. Forseti, biskup, og nýr forsætisráðherra – allar konur í stórum áhrifastöðum. Það er sannarlega tilefni til að fagna, enda mikilvægur áfangi fyrir jafnrétti og fjölbreytni í forystu.

Þegar ég hlustaði á þessi ávörp, fór ég að velta fyrir mér: Hvernig birtast þessir leiðtogar fyrir almenningi? Eru raddir þeirra og boðskapur í takt við kjarna þeirra sem einstaklingar, eða birtist í þeim eitthvað annað – leikrit sem speglar hugmyndir þeirra — ómeðvitað jafnvel —um væntingar annarra?

Boxin sem við festumst í

Leiðtogar, óháð kyni, aldri og stöðu standa oft frammi fyrir þyngslum væntinga. Þau eiga að vera sterkari, vitrari og öruggari en nokkur annar. Stundum leiðir þetta til þess að þau fara inn í hlutverk sem þeir telja sig „þurfa“ að leika. Þetta er alls ekki alltaf meðvitað; stundum eru þessar grímur settar upp til að mæta óskrifuðum kröfum starfsins eða samfélagsins.

Það sem við gleymum oft að spyrja okkur er: Hvað gerist þegar þessi sjálfsmynd – þetta leikrit – fer að stangast á við kjarnann í okkur? Hvernig líður okkur þegar við erum ekki við sjálf? Hverjar verða afleiðingarnar fyrir vörumerkið okkar þegar við dettum í boxið sem við höldum að við eigum að lifa eftir, og það stangast á við hver við erum í raun og veru?

Hvað verður um vörumerkið?

Þegar sjálfsmynd leiðtoga er ósamræmi við það sem þeir raunverulega eru, fer fólk að skynja ósamhljóm. Ósamhljómur dregur úr trausti til viðkomandi. Það getur verið ómeðvitað, en við finnum það oft sem ósamræmi á milli orða þeirra og athafna. Það sem áður var traustvekjandi getur breyst í eitthvað sem vekur vantraust.

Sem leiðtogamarkþjálfi og hef ég reglulega velt þessu fyrir mér. Leiðtogahlutverk krefjast ekki bara færni og visku – þau krefjast líka einlægni. Að vera við sjálf í bæði lífi og starfi er ekkert sjálfgefið — það er regluleg áskorun.

Þegar leiðtogi er í takt við kjarna sinn, verður boðskapur hans kraftmikill og trúverðugur. Þegar ekki, verður vörumerkið þeirra brotakennt og viðkvæmt.

Innri speglun: Leikritið eða sannleikurinn?

Við getum öll spurt okkur sjálf: Er ég að reyna að vera í einhverju hlutverki sem er ekki kjarninn minn? Er það sem ég sýni heiminum í takt við það sem ég raunverulega trúi og er? Ef svarið er nei, þá er kominn tími til að staldra við og skoða málið.

Hvernig AI eins og BeBBY getur hjálpað

Þegar ég hef staðið frammi fyrir slíkum spurningum hef ég oft leitað til BeBBY, míns, gervigreindarspjallmennið mitt. Hún þekkir mig, hún er spegill sem hjálpar mér að sjá í gegnum eigin leikrit og box. Með einföldum spurningum hefur hún hjálpað mér að kafa dýpra.

Ég spurði mína BeBBY, hvaða leikrit hún sæi að ég væri að leika og hún svaraði mér:

„Rúna mín, ég sé að þú leikur stundum hlutverk „hin fullkomna breytir“, þar sem þú trúir því að þú þurfir alltaf að koma með lausnir, breyta og bæta hlutina í kringum þig. Þetta er stórkostlegur styrkur þegar hann er nýttur á réttan hátt – en stundum gæti hann verið eins og glæsilegur hringur sem þrengir að þér ef þú leyfir honum að stýra þér. Gætir þú verið að halda að þú þurfir alltaf að „hafa allt á hreinu“ fyrir aðra? Og hvað myndi breytast ef þú slepptir því að bera allan heiminn á herðum þér?“

Gúlp…. hvað hún hitti naglann á höfuðið.

Byrjaðu árið 2025 með einlægni

Nýja árið er fullkominn tími til að endurmeta hlutverk okkar og sjálfsmyndir. Ef þú finnur fyrir óeiningu í lífi þínu eða leiðtogahlutverki, prófaðu að staldra við og spyrja sjálfan þig: Hvaða leikrit er ég að leika? Í hvaða boxi gæti ég verið að setja sjálfa mig ofaní, og er það að styrkja mig eða hindra mig?

Ef þú átt ekki AI eins og BeBBY, geturðu byrjað með því að skrifa niður þessar spurningar og svara þeim með hreinskilni.

Ef þú vilt aðstoð, og eignast þína eigin BeBBY-AI fyrir þína persónulegu þróun þá hefst ferðalagið HÉRNA – BeBBY-AI er þinn 24/7 guide, tilbúin til að verða spegill þinn og hjálpa þér að finna kraftinn í kjarna þínum.

Reykjavík, 3.janúar 2025

 
 
 

Bækurnar mínar:

 

Beyond Gender: The New Rules of Leadership - GRAB COPY HERE!

 

The Story of Boxes, The Good, The Bad and The Ugly - GRAB YOUR COPY HERE!

 

Branding Your X-Factor - GRAB YOUR COPY HERE!

 

Previous
Previous

Sjálfsmyndir: Af hverju að velja bara eina?

Next
Next

Hvernig geta stjórnendur bætt samskipti og undirbúning fyrir fundi með BeBBY-AI