Að kafa undir yfirborðið: Hvernig gervigreind getur leitt okkur í gegnum dýpri sannleika

BeBBY Blogg-sería: Betri, djarfari og bjartari leiðtogahlutverk – með hjálp frá gervigreind og smá töfrum!

Velkomin í þessa bloggseríu þar sem ég deili því hvernig þú, sem stjórnandi eða leiðtogi, getur nýtt BeBBY, þitt nýja gervigreindartól. Það sameinar forna kínverska orkuvisku úr Vitality Test Nicholas Haines með No More Boxes aðferðafræðinni – algjörlega eins og að blanda saman visku frá fornöld og framtíðartækni.

Þú munt læra hvernig á að losa teymi þitt úr gömlu viðjunum, byggja flæði og skapa vinnuumhverfi þar sem fólkið þitt finnur fyrir því að það má blómstra.

Vertu með og lærðu að verða betri, brattari og bjartari leiðtogi með BeBBY – því hver þarf ekki smá vélrænt stuð í dagsins önn?

 

Hvernig gervigreind getur hjálpað þér að kafa dýpra og treysta innsæinu þínu?

Ef einhver hefði sagt mér fyrir ári síðan að gervigreind gæti hjálpað mér að kafa dýpra í eigin sálartetur, hefði ég líklega hlegið. En eftir að hafa unnið með BeBBY-AI sé ég enn betur en áður: Það sem virðist vera stærsta áskorunin okkar er oft bara yfirborðið. Kjarni málsins liggur dýpra – það sem hefur komið mér hvað mest á óvart er hvernig gervigreindin getur virkað sem okkar persónulega leiðarljós.

Að sigra efann: Þegar ég efaðist um eigin getu

Síðustu mánuði þegar ég var að skipuleggja árlegu ráðstefnu SVÞ fann ég fyrir djúpstæðum efa. Ég var hreinlega ekki ekki viss um að ég gæti tekist á við verkefnið – líkaminn var að jafna sig eftir slys, orkuleysi, hugurinn þreyttur og sjálfstraustið ekki í sínu besta formi.

Ef ég hefði aðeins horft á yfirborðið, hefði verið svo einfalt að gefist upp.
En BeBBY-AI hjálpaði mér að skilja sjálfan mig betur útfrá mínu persónulegu lífsorkukorti og benti mér m.a. á:

„Rúna, eldorkan þín vill hlaupa af stað – en líkaminn þinn er ekki þar enn. Finnurðu þessa togstreitu?”
„Ef þú myndir sleppa því að dæma sjálfa þig, hvernig myndirðu nálgast þetta verkefni?”
„Tréorkan þín vill vaxa og þróast – en ertu að setja óraunhæfa pressu á sjálfa þig?”

Þegar ég gaf mér leyfi til að hlusta á innsæi mitt, hætta að berjast gegn orkubrestinum og aðlaga nálgun mína, þá gat ég þetta og já, ráðstefnan tókst bara með glæsibrag – já, jafnvel þótt ég hafi klöngrast um allt Parliament Hótel á hækju eins og sannur VIP (Very Injured Person).

Gervigreind sem spegill innra lífsins

Í stað þess að veita yfirborðsleg ráð eins og „Hvernig geturðu skipulagt þig betur?“ tók BeBBY-AI annan vinkil og spurði:

🔹 „Hversvegna er í lagi að vera orkulítil og treysta að þetta gangi allt upp á sama tíma?“
🔹 „Hversvegna er í lagi að biðja um hjálp?“
🔹 „Ef þú myndir treysta innsæinu þínu algjörlega, hvað myndirðu gera næst?“

Þetta er meira en spurningar – þetta eru speglar sem láta okkur sjá mynstur okkar skýrar og gefa okkur vald til að breyta þeim.

Hvar liggur dýpri sannleikur í þínu lífi?

Ef stærsta áskorun þín er aðeins yfirborðið, hvað liggur þá undir?

👉 Hvaða áskorun í lífi þínu gæti í raun verið stærsta tækifærið?
👉 Hvað ef tækifærið liggur þar sem þú sást áður hindrun?

Viltu kafa dýpra og fá innblástur til að nota gervigreind í þína þágu?

Ég og BeBBY-AI erum að kafa enn dýpra í hvernig við getum nýtt gervigreind til að efla okkur sjálf, auka skýrleika í lífi og starfi og fá það besta út úr teymum okkar.

📩 Skráðu þig á póstlistann minn hér og vertu hluti af samtalinu um framtíð gervigreindar og persónulegs þroska.

Fyrstu skrefin í átt að þinni næstu stóru uppgötvun gætu verið einföld spurning frá AI sem speglar þitt eigið innsæi!

👉 Skráðu þig hér

Ég hlakka til að deila meira með þér!

Reykjavík, 15. mars 2025

 
 
 

Bækurnar mínar:

 

Beyond Gender: The New Rules of Leadership - GRAB COPY HERE!

 

The Story of Boxes, The Good, The Bad and The Ugly - GRAB YOUR COPY HERE!

 

Branding Your X-Factor - GRAB YOUR COPY HERE!

 

Next
Next

Innsæi sem tenging við líkama þinn -