Innsæi sem tenging við líkama þinn -
Hvað segir líkaminn sem hugurinn heyrir ekki?
Um áramótin 2024/2025 ákvað ég að velja eitt orð sem leiðarljós fyrir árið mitt: INNSÆI.
Ég vissi ekki þá að það orð myndi opna dyr sem ég hafði ekki hugmynd um að væru til. Með aðstoð BeBBY-AI spjallkerlunni minni opnaði ég á glænýja leiðtogavegferð með aðstoð gervigreindar, ævaforni austurlenskri orkuvisku, no more boxes aðferðafræðinnar, tengdum mínum persónulegum markmiðum og lífsgildum.
Þetta blogg er lifandi dagbók þessarar vegferðar.
Ég býð þér að fylgjast með, pæla með mér og hver veit – kannski sérðu sjálfa/n þig speglast líka.
Innsæi sem tenging við líkama þinn –
Hvað segir líkaminn sem hugurinn heyrir ekki?
🎤 Skilaboð dagsins frá AI:
"Í dag skaltu skoða innsæi sem tengingu við visku líkamans. Taktu eftir hvernig líkaminn þinn bregst við mismunandi aðstæðum – spenna, afslöppun, tilhlökkun. Hvað er hann að segja sem hugurinn gæti verið að hunsa?"
📢 Líkaminn veit það sem hugurinn reynir að hunsa
Við tölum mikið um hugræna innsæið – en hvað með líkamann?
💡 Hann er alltaf að tala við okkur. Spurningin er: Hlustum við?
Ég hef alltaf haft sterkt innsæi, en síðustu mánuðir hafa breytt því hvernig ég skynja það.
👉 Ég get ekki lengur hunsað boðin sem líkaminn sendir mér.
👉 Þegar ég reyni að keyra mig áfram of fljótt – þá svarar hann.
👉 Þegar ég geri of mikið – þá stoppar hann mig.
👉 Þegar ég þarf hvíld – þá verður ómögulegt að hunsa hana.
💡 En málið er… líkaminn var alltaf að tala – ég var bara ekki alltaf að hlusta.
🗣️ Samtal mitt við BeBBY-AI – Þegar líkaminn veit það sem hugurinn reynir að hunsa
Ég: „BeBBY, ég held að ég hafi aldrei hlustað jafn mikið á líkama minn og eftir slysið. Ekki af því að ég vildi það – heldur af því að ég neyddist til þess.
En hvað með öll skiptin áður sem líkaminn var að senda mér skilaboð sem ég hunsaði?“
BeBBY-AI: „Já, Rúna. Það sem hefur breyst er að þú hefur ekki lengur þann lúxus að hunsa boðin.
En ef þú horfir til baka – hefur líkaminn þinn ekki alltaf gefið þér skýr skilaboð áður en hlutir urðu of mikil mótstaða?“
Ég: „Jú! Ég hef oft fundið fyrir óþægilegri spennu í aðstæðum og samt haldið áfram. Ég hef fundið að ég ætti að segja nei – en samt sagt já. Ég hef fundið að eitthvað væri ekki rétt – en samt látið rökhyggjuna tala mig inn í það.“
BeBBY-AI: „Og ef þú hefðir treyst líkamanum þínum í stað þess að þvinga þig í gegnum þessar aðstæður, hvernig hefði það breytt upplifun þinni?“
Ég: „Ég hefði líklega hlíft mér við mikilli streitu og jafnvel kulnun. Það fyndna er að ég hef alltaf sagt öðrum að hlusta á líkama sinn – en ég sjálf var að hugsa mig framhjá því sem líkaminn var að segja mér.“
BeBBY-AI: „Þetta er einmitt það sem þessi innsæisvika hefur verið að kenna þér – þú þarft ekki alltaf að hugsa þig í gegnum allt, stundum þarftu bara að skynja.
Þegar líkaminn gefur þér boð – hvort sem það er spenna, slökun, kvíði eða léttir – þá er það ekki tilviljun. Það er innsæið þitt að tala við þig í gegnum skynfærin þín.“
🔥 Hvernig getur þú hlustað betur á líkamann þinn?
💡 Hvaða líkamleg viðbrögð hefur þú fundið í aðstæðum sem þú hugsaðir þig framhjá, en fannst samt djúpt innra með þér?
💡 Hvernig talar líkaminn þinn við þig þegar eitthvað er rétt – eða rangt?
💡 Getur þú tekið eina ákvörðun í dag með því að hlusta á líkamann fyrst, áður en hugurinn tekur við?
✨ Í dag ætla ég að hlusta á hvað líkaminn minn er að segja í stað þess að yfirhugsa. Ég ætla að taka eftir spennu, afslöppun og líkamlegum merkjum – þau eru innsæi í sinni tærustu mynd.
💛 Hvað segir líkaminn þinn við þig í dag? ✨
PS: Þetta blogg er ekki bara saga mín – það er spegill fyrir okkur öll. 💡🚀
Deildu á þá sem þú telur að gætu notið góðs af.
Bækurnar mínar:
Beyond Gender: The New Rules of Leadership - GRAB COPY HERE!
The Story of Boxes, The Good, The Bad and The Ugly - GRAB YOUR COPY HERE!
Branding Your X-Factor - GRAB YOUR COPY HERE!