RÚNA MAGNÚS

View Original

Hugrekkið að vera þú sjálf/ur

Við segjum gjarnan að á Íslandi höfum við öll frelsi til að vera við sjálf. Það er algeng skoðun að hver og einn geti verið hver sem hann, hún eða hán vilji. Að mörgu leiti ákveðinn sannleikur í því, og kannski sérstaklega þegar við horfum til annara samfélaga.

En raunveruleikinn er oftast öðruvísi en þessi kenning gefur til kynna. Þar sem ein af frumþörfum manneskjunnar er að vera samþykktur í sínu samfélagi þá er það talsvert flókið að vera einlæglega við sjálf.

Samfélagslegar skilyrðingar geta oft verið miklu sterkari en við gerum okkur grein fyrir eða finnst að við getum haft einhver áhrif. Þessar skilyrðingar hafa áhrif á hvernig við hugsum og hegðum okkur. Það getur verið erfitt að vera sér sjálfur í þessu umhverfi sem býr yfir staðalmyndum kynjanna og ef að þú ferð ekki eftir þeim áttu í hættu að vera dæmd/ur, jafnvel útskúfuð/útskúfaður.

Að opna á kynjaboxið okkar!

Í gær var ég þeirra gæfu aðnjótandi að vera með örvinnustofu hjá Evolutionary Women Summit 2023 undir heitinu: Being Brave Outside Your Box.

Á þessari örvinnustofu gáfum við Nick Haines (samstarfsmaður minn) þátttakendum tækifæri til að skoða sínar eigin viðhorf og skilyrðingar sem við setjum á okkur sjálf og aðra útfrá kyni. Og hvernig við ómeðvitað ætlumst til að fólk sé útfrá því hvernig við bregðumst við kynjamynd þeirra.

Umræðurnar sem spunnust í kjölfarið voru einlægar, opnar og svo gefa von um að með svona opnum umræðum er hægt að taka fyrsta skrefið til að breyta þessum staðalímyndum þannig að fólk fái meira rými til að vera það sjálft, a.m.k. andrými til að þekkja sjálfan sig betur og átta sig á mismuninum á skilyrðingunum sem samfélagið setur á okkur og svo hver þú ert í kjarnann. 

Við Nick höfum verið með þessar vinnustofur víða um heim. Allt frá því að við stofnuðum No More Boxes vitundavakninguna eftir að hafa talað á ráðstefnunni Impact Leadership 21 í höfuðstöðvum Sameinuðu Þjóðanna í New York 2018 höfum við tekið fólk í gegnum No More Boxes vinnustofur. Bæði stjórnendur í atvinnulífinu m.a. forystufólk á Capitol Hill í Bandaríkjunum, háskólum sem og smærri stjórnarhópum og starfsmannahópum víðsvegar um heim.  

Að losna undan samfélagslegri skilyrðingu kynjanna.

Hver og ein umræða sem skapast á þessum viðburðum sýnir okkur alltaf hversu fólk þráir að fá að losna við þessi skilyrtu kynja-box. Alveg sama hvaða kyn á í hlut, hvaða kynþætti, með hvaða trúarbrögð fólk talar um að ef þau hefðu ekki þessar skilyrðingu yfir sér væru þau frjáls. Á sama tíma eru einnig að sjá að það þarf heilmikið hugrekki til að takast á við þær skilyrðingar sem þau hafa alist upp við frá blautu barnsbeini til að breyta þeim, yfirstíga þær.

Pínulítið box með ekkert súrefni til vaxta

Einn þátttakandi í vinnustofunni í gær sagði setningu sem ég held að svo margir tengi sig við, hún sagði: 

“Ég sé að ég hef sett sjálfa mig í pínulítið box. Ekkert af því sem mig einlæglega langar til að vera kemst inní þetta box. Þetta er allt það sem ég hef talið mig trú um að ég ætti að vera er útfrá mínu kyni.” ~ Calli

Margslungið efni.

Þetta efni er svo margslungið og margir þættir sem koma inn í umræðuna. Þessar skilyrðingar geta gert okkur tilfinningalausa, þvinguð og einangraða. Þær geta haft áhrif á hvernig við sjáum okkur sjálf, hvernig við tengjumst öðrum, og hvernig við veljum að haga okkur. 

Samfélagsleg staðalmyndir kynjanna geta skapa tilfinningar eins og skömm, berskjöldun, og mismunun, sem geta haft svo neikvæð og oft lamandi áhrif á okkar sjálfsmynd. Lamandi áhrif sem engin pilla getur reddað.

Á umbreytingatímum sem þeim sem við lifum í dag, þar sem fólk flykkir sér í allskonar fylkingar, með eða á móti þessu eða hinu sem snýr að kynjamálum er ég þess sannfærð að því fleira fólk sem er opið fyrir því að skoða á dýptina sín eigin viðhorf og skilyrðingar sem við setjum á okkur sjálf og aðra útfrá staðalímynd kynjanna þeim mun hraðari getur samfélagslega breytingin orðið.   

Og svona að endingu… gleymum ekki.

Við höfum öll áhrif. Samfélagið er okkar. Skilyrðingarnar, viðhorfin, viðbrögðin og ályktarnirnar eru okkar.   

Breytingin þarf að hefjast í dag og hún þarf að hefjast á okkur sjálfum, ekki næstu kynslóð.


Kominn tími til að komast út úr boxinu þínu?
Hafðu samband HÉR!