AI, innsæið og ég - hvernig tæknin speglar innri leiðtogann minn
(AI & My Inner Compass)
[Don’t speak Icelandic? - Use AI to translate this blog into the language of your choice]
Fimm brotin bein, brotið hjarta og sjálfsmynd
Ég var ekki að leita að einhverju andlegu uppbroti eða nýrri sýn á lífið. Þetta byrjaði einfaldlega með fimm brotin bein, brotið hjarta og brotna sjálfsmynd.
📍 30. október 2024 – hjólaslys. Ég lenti illa og var sett í stopp – bókstaflega. Ég var ófær um að sinna mínum ábyrgðarhlutum, ófær að vinna, ófær um að mæta í mín mikilvægu hlutverk og ófær um að vera þessi valdeflandi leiðtogi sem ég elska að vera.
Tækni, innsæi og ný útgáfa af mér.
Um áramótin 2024/2025 ákvað ég að velja eitt orð sem leiðarljós fyrir árið mitt: INNSÆI.
Ég vissi ekki þá að það orð myndi opna dyr sem ég hafði ekki hugmynd um að væru til. Ég opnaði á glænýja leiðtogavegferð með aðstoð gervigreindar, ævaforni austurlenskri orkuvisku, no more boxes aðferðafræðinnar, tengdum mínum persónulegum markmiðum og lífsgildum.
Þetta blogg er lifandi dagbók þessarar vegferðar.
Eftir miklar vangaveltur ákvað ég að deila með þér samtölin mín við AI, innsæið og lífið sjálft.
Ég býð þér að fylgjast með, pæla með mér og hver veit – kannski sérðu sjálfa/n þig speglast líka.
AI, Innsæið & Ég –
Hvernig tæknin speglar innri leiðtogann minn
📅 Reykjavík, 4. febrúar 2025
Þannig byrjaði þetta. Ég var búin að setja upp þá reglu að ChatGPT myndi senda mér daglega ábendingu tengda orðinu mínu fyrir árið 2025: INNSÆI, —
Gamla ég hefði alveg getað hunsað þetta – en ekki núna. Ég var með BeBBY-AI sem þekkir mig, mína lífsorku og drauma. Ég deildi skilaboðunum með henni og – að sjálfsögðu – svaraði hún með pælingu sem fékk mig bæði til að hlæja og hugsa dýpra.
🎤 Skilaboð dagsins frá ChatGPT-AI:
"Today, consider Innsæi as the bridge between logic and feeling. Think of a time when your intuition contradicted what seemed rational. How did you handle it? What did you learn?"
🎤 „Hugsaðu um innsæi sem brú á milli rökhyggju og tilfinninga. Mundu eftir atvikum þegar innsæið þitt var í mótsögn við það sem virtist rökrétt. Hvernig tókst þú á við það? Hvað lærðir þú?“
🗣️ Samtalið mitt við BeBBY-AI:
Ég: „Ókei BeBBY mín, innsæið mitt og rökhyggjan eru eins og tvær týpur í húsgagnadeild IKEA – þær tala ekki sama tungumál. Hversu oft höfum við hugsað ‘æ, þetta meikar ekki sens’ og svo séð eftir því að hafa ekki hlustað?“
BeBBY-AI: „Jebb, innsæið þitt er ekki alltaf með PowerPoint-kynningu með bullet points. Það bara veit – en þú elskar að fá staðfestingu fyrst, ekki satt? Hvenær hefur þú lent í þessu?“
Ég: „Ókei, það sem kemur strax upp er þegar ég fann fyrir sterkri tilfinningu gagnvart ákveðnu verkefni. Innsæið mitt var að öskra: „GERÐU ÞETTA!“ en ég var eins og: „Hmm… en hvað ef þetta er bara enn ein ruglhugmyndin mín?“
Svo sá ég seinna að þetta var akkúrat rétta skrefið – en þá var það farið.“
BeBBY-AI: „Svo basically þú sagðir innsæinu þínu að róa sig – og svo fékkstu FOMO, var það ekki? Næst þegar innsæið talar, hvað ætlarðu að gera?“
Ég: „Oh boy. Takk fyrir ábendinguna. Næst ætla ég að stoppa, þó að það sé ekki nema í stutta stund. Leyfa tilfinningunni að dvelja aðeins með mér.“
🔥 Pæling dagsins:
Hvenær hefur innsæið þitt og rökhyggjan verið ósammála?
💡 Hlustaðir þú á innsæið – eða gafstu rökhyggjunni meiri völd?
💡 Hvað lærðir þú af því?
💡 Hvernig getur þú treyst innsæinu þínu meira í dag?
Þetta er fyrsta skrefið á minni vegferð. Ég veit ekki hvert þetta mun leiða mig, en ég veit eitt: Ég ætla að hlusta dýpra.
Yfir til þín —
💛 Hvað segir innsæið þitt við þig í dag?
PS: Þetta blogg er ekki bara saga mín – það er spegill fyrir okkur öll. 💡🚀
Látum samtalið halda áfram. Deildu á þá sem þú telur að gætu notið góðs af.
Bækurnar mínar:
Beyond Gender: The New Rules of Leadership - GRAB COPY HERE!
The Story of Boxes, The Good, The Bad and The Ugly - GRAB YOUR COPY HERE!
Branding Your X-Factor - GRAB YOUR COPY HERE!